Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Landhelgisgæsla Íslands er sú stofnun sem þjóðin ber mest traust til samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem kynntur var á dögunum.
Þetta er fimmtánda árið í röð, eða frá því Landhelgisgæslan var tekin inn í mælingar Gallup, sem stofnunin mælist með mest traust almennings.
86% þeirra sem taka afstöðu í könnuninni segjast bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæsla Íslands er sú stofnun sem þjóðin ber mest traust til samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem kynntur var á dögunum.
Þetta er fimmtánda árið í röð, eða frá því Landhelgisgæslan var tekin inn í mælingar Gallup, sem stofnunin mælist með mest traust almennings.
86% þeirra sem taka afstöðu í könnuninni segjast bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Freyja fylgir kafbátnum um landhelgina og í utanverðan Eyjafjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.
Landhelgisgæsla Íslands leiðir framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið í samræmi við settar verklagsreglur.
Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Freyja fylgir kafbátnum um landhelgina og í utanverðan Eyjafjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.
Landhelgisgæsla Íslands leiðir framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið í samræmi við settar verklagsreglur.
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Áhöfnin á varðskipinu Freyju fylgdi bandaríska kafbátnum, USS Delaware, um landhelgina og inn í utanverðan Eyjafjörð í dag þar sem þjónusta við kafbátinn fór fram. USS Delaware er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.
Þetta var sjötta þjónustuheimsókn kjarnorkuknúins kafbáts bandaríska sjóhersins í íslenska landhelgi eða frá því að utanríkisráðherra tilkynnti 18. apríl 2023 að slíkum kafbátum yrði heimilað að hafa stutta viðkomu úti fyrir ströndum Íslands til að taka kost og skipta út hluta áhafnar.
Landhelgisgæsla Íslands leiddi framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í samræmi við settar verklagsreglur.
Heimsóknin tókst vel og er þar helst að þakka nánu samstarfi og samráði hlutaðeigandi stofnana innanlands og góðu samstarfi við bandaríska sjóherinn.
Þjónustuheimsóknirnar eru liður...
View original post
Áhöfnin á varðskipinu Freyju fylgdi bandaríska kafbátnum, USS Delaware, um landhelgina og inn í utanverðan Eyjafjörð í dag þar sem þjónusta við kafbátinn fór fram. USS Delaware er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.
Þetta var sjötta þjónustuheimsókn kjarnorkuknúins kafbáts bandaríska sjóhersins í íslenska landhelgi eða frá því að utanríkisráðherra tilkynnti 18. apríl 2023 að slíkum kafbátum yrði heimilað að hafa stutta viðkomu úti fyrir ströndum Íslands til að taka kost og skipta út hluta áhafnar.
Landhelgisgæsla Íslands leiddi framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í samræmi við settar verklagsreglur.
Heimsóknin tókst vel og er þar helst að þakka nánu samstarfi og samráði hlutaðeigandi stofnana innanlands og góðu samstarfi við bandaríska sjóherinn.
Þjónustuheimsóknirnar eru liður...
View original post
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Landhelgisgæslan vekur athygli á að stórstreymt er næstkomandi laugardag því há sjávarstaða yfir helgina. Samhliða spáir Veðurstofan hvössum vindi af suðlægum áttum næstu daga og gera ölduspár jafnframt ráð fyrir mikilli ölduhæð suður og vestur af landinu yfir helgina og fram á mánudag.
Því má gera ráð fyrir talsverðum áhlaðanda við sunnan- og vestanvert landið og að sjávarhæð geti orðið hærri en sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Myndin sýnir ölduspá af brunni Veðurstofunnar sem gildir kl. 06:00 laugardaginn 1. mars 2025.
Landhelgisgæslan vekur athygli á að stórstreymt er næstkomandi laugardag því há sjávarstaða yfir helgina. Samhliða spáir Veðurstofan hvössum vindi af suðlægum áttum næstu daga og gera ölduspár jafnframt ráð fyrir mikilli ölduhæð suður og vestur af landinu yfir helgina og fram á mánudag.
Því má gera ráð fyrir talsverðum áhlaðanda við sunnan- og vestanvert landið og að sjávarhæð geti orðið hærri en sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.
Myndin sýnir ölduspá af brunni Veðurstofunnar sem gildir kl. 06:00 laugardaginn 1. mars 2025.
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar urðu þess áskynja við hefðbundna vöktun í gærmorgun að íslenskt skip væri á siglingu norðan við landið án þess að vera með gilt haffærnisskírteini auk þess sem grunur léki á að lögskráning skipstjórans um borð væri ekki fullnægjandi. Landhelgisgæslan óskaði því eftir því að skipið sneri aftur til upphaflegrar hafnar. Þeir sem voru um borð höfnuðu því og vildu ekki fylgja fyrirmælum Landhelgisgæslunnar.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var því kölluð út til að flytja tvo stýrimenn um borð í skipið. Þegar komið var að skipinu sigu stýrimennirnir tveir um borð og tilkynntu áhöfninni að þeir væru þangað komnir til að fylgja skipinu til hafnar. Þegar í land var komið tók lögregla á móti áhöfninni og tók af henni skýrslu en rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar urðu þess áskynja við hefðbundna vöktun í gærmorgun að íslenskt skip væri á siglingu norðan við landið án þess að vera með gilt haffærnisskírteini auk þess sem grunur léki á að lögskráning skipstjórans um borð væri ekki fullnægjandi. Landhelgisgæslan óskaði því eftir því að skipið sneri aftur til upphaflegrar hafnar. Þeir sem voru um borð höfnuðu því og vildu ekki fylgja fyrirmælum Landhelgisgæslunnar.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var því kölluð út til að flytja tvo stýrimenn um borð í skipið. Þegar komið var að skipinu sigu stýrimennirnir tveir um borð og tilkynntu áhöfninni að þeir væru þangað komnir til að fylgja skipinu til hafnar. Þegar í land var komið tók lögregla á móti áhöfninni og tók af henni skýrslu en rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Landhelgisgæslan gaf í síðustu viku út 2. útgáfu þessa árs af Tilkynningum til sjófarenda, en þær innihalda m.a. upplýsingar um sjókort og leiðréttingar þeirra auk annarra upplýsinga er varða öryggi í siglingum.
Í þessari útgáfu eru tilkynningar nr. 7-17/2025 þar sem m.a. er greint frá nýrri útgáfu af sjókorti fyrir Þorlákshöfn en vegna mikilla framkvæmda á hafnarsvæðinu hafa orðið breytingar á mannvirkjum og leiðarljósum sem kölluðu á nýja útgáfu af hafnarkortinu.
Þá er einnig greint frá mörkum fiskeldissvæðis í Fáskrúðsfirði auk fleiri upplýsinga fyrir sjófarendur.
Tilkynningar til sjófarenda má nálgast á vefsíðu Landhelgisgæslunnar en tengil á vefslóðina er að finna í ummælum hér að neðan.
Landhelgisgæslan gaf í síðustu viku út 2. útgáfu þessa árs af Tilkynningum til sjófarenda, en þær innihalda m.a. upplýsingar um sjókort og leiðréttingar þeirra auk annarra upplýsinga er varða öryggi í siglingum.
Í þessari útgáfu eru tilkynningar nr. 7-17/2025 þar sem m.a. er greint frá nýrri útgáfu af sjókorti fyrir Þorlákshöfn en vegna mikilla framkvæmda á hafnarsvæðinu hafa orðið breytingar á mannvirkjum og leiðarljósum sem kölluðu á nýja útgáfu af hafnarkortinu.
Þá er einnig greint frá mörkum fiskeldissvæðis í Fáskrúðsfirði auk fleiri upplýsinga fyrir sjófarendur.
Tilkynningar til sjófarenda má nálgast á vefsíðu Landhelgisgæslunnar en tengil á vefslóðina er að finna í ummælum hér að neðan.
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur í níu skipti verið kölluð út í vikunni vegna mála af ýmsum toga. Flest útköllin voru farin vegna bráðra veikinda en einnig vegna slysa. Á þriðjudag óskaði lögreglan á Suðurlandi eftir aðstoð áhafnarinnar á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, vegna ferðamanns sem var í vanda á Sprengisandsleið, austur af Hofsjökli. Ferðamaðurinn hafði verið veðurtepptur á staðnum í þrjá daga og sendi því frá sér neyðarboð. Björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru einnig kallaðar út.
Vel gekk að finna ferðamanninn sem hafði gefið viðbragðsaðilum upp staðsetningu sína með GPS-hnitum. Áhöfnin á TF-GNA aðstoðaði manninn við að taka saman búnað sem hann hafið meðferðis og viðkomandi var fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur. Ferðamaðurinn hafði verið í rúmar tvær vikur á ferðalagi en setið fastur á Sprengisandsleið í þrjá daga eins og áður segir. Þegar þyrlusveitin lenti í Reykjavík hóf hún...
View original post
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur í níu skipti verið kölluð út í vikunni vegna mála af ýmsum toga. Flest útköllin voru farin vegna bráðra veikinda en einnig vegna slysa. Á þriðjudag óskaði lögreglan á Suðurlandi eftir aðstoð áhafnarinnar á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, vegna ferðamanns sem var í vanda á Sprengisandsleið, austur af Hofsjökli. Ferðamaðurinn hafði verið veðurtepptur á staðnum í þrjá daga og sendi því frá sér neyðarboð. Björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru einnig kallaðar út.
Vel gekk að finna ferðamanninn sem hafði gefið viðbragðsaðilum upp staðsetningu sína með GPS-hnitum. Áhöfnin á TF-GNA aðstoðaði manninn við að taka saman búnað sem hann hafið meðferðis og viðkomandi var fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur. Ferðamaðurinn hafði verið í rúmar tvær vikur á ferðalagi en setið fastur á Sprengisandsleið í þrjá daga eins og áður segir. Þegar þyrlusveitin lenti í Reykjavík hóf hún...
View original post
This media is not supported in your browser
VIEW IN TELEGRAM
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
🚁 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipanna halda reglulega sameiginlegar æfingar til að stilla saman strengi sína. Í morgun fór þyrluæfing fram með áhöfninni á Þór sem var við eftirlitsstörf norðvestur af Geirfuglaskeri.
🛟 Um þessar mundir stendur yfir þjálfun á tveimur nýjum sigmönnum í þyrlusveitinni sem þurfa að gangast undir umfangsmikla grunnþjálfun.
⚓️ Æfingin með Þór gekk vel og að henni lokinni var æft við Þrídranga og sigmönnum slakað þar niður og ástand vitans kannað. Eftir tæplega tveggja tíma æfingu var hífingum lokið og þyrlan hélt þá aftur til Reykjavíkur.
🚁 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipanna halda reglulega sameiginlegar æfingar til að stilla saman strengi sína. Í morgun fór þyrluæfing fram með áhöfninni á Þór sem var við eftirlitsstörf norðvestur af Geirfuglaskeri.
🛟 Um þessar mundir stendur yfir þjálfun á tveimur nýjum sigmönnum í þyrlusveitinni sem þurfa að gangast undir umfangsmikla grunnþjálfun.
⚓️ Æfingin með Þór gekk vel og að henni lokinni var æft við Þrídranga og sigmönnum slakað þar niður og ástand vitans kannað. Eftir tæplega tveggja tíma æfingu var hífingum lokið og þyrlan hélt þá aftur til Reykjavíkur.
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Ert þú með vélstjórnarréttindi VS.I og vilt spreyta þig í afleysingum á varðskipum og sjómælingabáti Landhelgisgæslunnar í sumar? Þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig. Við leitum að aðilum sem sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, hafa afbragðs samskipta- og samstarfshæfileika og góða almenna tölvufærni. Það er ekki verra að hafa kunnáttu á ACON og Helicon X3 tölvukerfi.
Tímabilið sem um ræðir er frá byrjun apríl og fram í september.
Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri, svanhildur@lhg.is
Ert þú með vélstjórnarréttindi VS.I og vilt spreyta þig í afleysingum á varðskipum og sjómælingabáti Landhelgisgæslunnar í sumar? Þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig. Við leitum að aðilum sem sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, hafa afbragðs samskipta- og samstarfshæfileika og góða almenna tölvufærni. Það er ekki verra að hafa kunnáttu á ACON og Helicon X3 tölvukerfi.
Tímabilið sem um ræðir er frá byrjun apríl og fram í september.
Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri, svanhildur@lhg.is